Range Rover fær BMW-vél 15. ágúst 2019 06:00 Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent
Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrirtækisins sést með BMW-vélar undir húddinu. Það á til dæmis við þessa næstu kynslóð flaggskipsins Range Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8 strokka BMW-vél með forþjöppu. Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra vélin með keflablásara (supercharged) hverfur í Range Rover. Samstarf Jaguar Land Rover og BMW verður þó viðameira en þetta þar sem fyrirtækin hafa skrifað undir víðtækan samstarfssamning og ætlar JLR með því að spara mikið í þróunarkostnaði sínum.Bara nýjar vélar JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka BMW-vélar í bílum sínum og samstarfið kveður einnig á um sameiginlega þróun á rafmagns- og tengiltvinnaflrásum. Ný gerð Range Rover fær líka nýjan undirvagn sem að miklu leyti verður úr áli og miklu léttari en af fyrri gerð. Þessi undirvagn mun verða í mun fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu minni bíl eins og Jaguar XE og að þeim stærsta, það er Range Rover. Líklega mun engin vélargerð sem nú er í boði í Range Rover lifa af í næstu kynslóð bílsins, hann verður í boði með nýjum vélum smíðuðum af JLR eða BMW. Heyrst hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR sé svo umhverfisvæn að hún mengi minna en 80 g/km af CO2 og sé því vel innan nýrra strangra viðmiða um mengun.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent