Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það. Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. Líkt og komið hefur fram í fréttum er lagt til í stefnumótandi áætlun sveitarfélaga til næstu fimmtán ára að fjöldi sveitarfélaga fækki og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi árið 2026. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að stilla lágmarksfjöldann við eitt þúsund íbúa markið, ekki síst hjá minni sveitarfélögum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð búa um fjögur hundruð íbúar, flestir í þéttbýlinu Grenivík. Ólíklegt er því að sveitarfélagið nái upp fyrir þúsund íbúa markið á næstu sjö árum. Þar á bæ líst mönnum illa á tillögurnar. „Það er enginn rök fyrir þessari tölu, þessum þúsund íbúum,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Hræddur um að sameining jaðarsetji sveitarfélög Í tillögunum segir meðal annars að markmiðið með að hækka lögbundin lágmarksíbúafjölda sé að að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. „Þessi breyting að stækka sveitarfélögin upp í þúsund, hún leysir það ekki. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því hér að ef við verðum sameinuð verðum við ævinlega jaðarsvæði og það kemur fram í undirgögnum þessarar tillögu og víða annarstaðar að jaðarsvæði eiga jafnan undir högg að sækja. Hér höfum við mikla sannfæringu fyrir því að þjónustan muni ekki batna, en mjög mikil hætta á að hún muni versna,“ segir Þröstur.Þið viljið fá að ráða ykkar málum sjálf frekar en að vera hluti af stærra sveitarfélagi þar sem þið hafið minna að segja um ykkar málefni? „Já, það er mjög hætt við því að smám saman muni fjara undan þjónustunni og þar með búsetunni.“Þannig geti þessi stefna haft slæm áhrif á byggðaþróun í landinu„Ef að það er undirliggjandi markmið að þétta byggð í landinu og auka landsvæði sem eru í eyði, þá er þessi þúsund íbúa tala vel til þess fallin. Það er mikil hætta á að slík þróun haldi áfram og verði hraðari en verið hefur,“ segir Þröstur og bætir við að að hreppurinn hafi komið fram athugaemdum á öllum stigum málsins, án árangurs.„Við höfum talið okkur gera það með rökum en það hefur ekkert verið hlustað á það.
Grýtubakkahreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30 „Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. 15. ágúst 2019 12:30
„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. 14. ágúst 2019 20:00
Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31
Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04