„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 14. ágúst 2019 20:00 Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. Oddviti eins minnsta sveitarfélag landsins segir að sér hugnist ekki að miðað við sé íbúafjölda sveitarfélaganna. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 í samráðsgátt stjórnvalda.Sveitarfélög eru nú 72 talsins en 40, eða 55,6%, eru með færri en eitt þúsund íbúa.Færri en hundrað íbúar búa í sjö sveitarfélögum landsins, níu hafa á bilinu hundrað til þrjúhundruð íbúa og í 26 sveitarfélögum eru íbúar á bilinu þrjúhundruð til 999. Í þessum fjörutíu sveitarfélögum búa innan við 5% þjóðarinnar en í hinum þrjátíu og tveimur sveitarfélögunum búa yfir 95% íbúanna.Grafík/Stöð 2.Samkvæmt tillögunni er þannig gert ráð fyrir að þessi fjörutíu sveitarfélög sameinist öðrum með það að markmiði að árið 2026 búi að minnsta kosti þúsund manns í hverju sveitarfélagi landsins. Þessu markmiði verði náð í skrefum. Formaður starfshóps sem falið var að undirbúa stefnumótunina segir meginmarkmiðið með tillögunum vera að efla sveitarstjórnarstigið. Gert sé ráð fyrir að íbúakosning fari fram á hverjum stað áður en að sameiningu verður.„Það eru allt of mörg sveitarfélög sem eru undir þeim mörkum sem að við teljum líklegt að sveitarfélögin geti talist sjálfbær,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshópsins sem skilaði tillögunum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Bolvíkingar stefna á fjölgun Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík telur litla stemningu vera meðal íbúa þar fyrir sameiningu.„Mér er það til efs að það yrði samþykkt í kosningum eins og staðan er í dag,“ segir Jón Páll.Bolvíkingum hugnist frekar að fjölga íbúum.„Það voru fyrstu viðbrögð okkar að starta verkefninu Bolungarvík 1000plús og við ætlum í rauninni, burtséð frá því að farið verði í einhvers konar sameiningarviðræður eða ekki þá ætlum við að ná okkur yfir þúsund þannig að þessar tillögur hafi ekki áhrif á okkur,“ segir Jón Páll.„Ætla menn að vera í tröppugangi næstu árin að stækka sveitarfélögin í einhverjum smáskorpum?“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt við Árna Hjörleifsson, oddvita Skorradalshrepps, eins fámennasta sveitarfélags landsins. Hann var ekki hrifinn af tillögunum sem liggja fyrir.„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu. Við teljum að það séu miklu fleiri þættir sem þarf að taka tillit til heldur en hausatala. Hver á sú hausatala að vera? Á hún að vera 250, á hún að vera þúsund, fimm þúsund, tíu þúsund eða hundrað þúsund? Ég vil að menn finni fyrst þessa tölu áður en að farið verði í þessar sameingar. Ætla menn að vera í tröppugangi næstu árin að stækka sveitarfélögin í einhverjum smáskorpum? Menn verða þá meira og minna í sameiningarviðræðum til margra ára með þessu áframhaldi,“ sagði Árni. Hann telur það farsælla að sveitarfélög fái sjálf að ákveða sína framtíð, enda spili margt annað inn í dæmið en íbúafjöldi sveitarfélaga.„Ég tel að sveitarfélögin eigi að ráða því frekar sjálf, að það verði fólk á heimavelli sem ákvarði hvort það verði hagkvæmara að sameinast því það eru landfræðilegar aðstæður, það eru tekjur, fyrirtækjasamsetning og annað sem skiptir miklu meira máli en hausatala.“ Bolungarvík Skorradalshreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda Þingmaður Miðflokksins telur áætlanir ráðherra um að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar séu of afdráttarlausar. 14. ágúst 2019 06:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórnamanna um mikilvægi þess að sameina sveitarfélög. Drög að þingsályktunartillögu sem meðal annars felur í sér að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa var kynnt í gær. Oddviti eins minnsta sveitarfélag landsins segir að sér hugnist ekki að miðað við sé íbúafjölda sveitarfélaganna. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 í samráðsgátt stjórnvalda.Sveitarfélög eru nú 72 talsins en 40, eða 55,6%, eru með færri en eitt þúsund íbúa.Færri en hundrað íbúar búa í sjö sveitarfélögum landsins, níu hafa á bilinu hundrað til þrjúhundruð íbúa og í 26 sveitarfélögum eru íbúar á bilinu þrjúhundruð til 999. Í þessum fjörutíu sveitarfélögum búa innan við 5% þjóðarinnar en í hinum þrjátíu og tveimur sveitarfélögunum búa yfir 95% íbúanna.Grafík/Stöð 2.Samkvæmt tillögunni er þannig gert ráð fyrir að þessi fjörutíu sveitarfélög sameinist öðrum með það að markmiði að árið 2026 búi að minnsta kosti þúsund manns í hverju sveitarfélagi landsins. Þessu markmiði verði náð í skrefum. Formaður starfshóps sem falið var að undirbúa stefnumótunina segir meginmarkmiðið með tillögunum vera að efla sveitarstjórnarstigið. Gert sé ráð fyrir að íbúakosning fari fram á hverjum stað áður en að sameiningu verður.„Það eru allt of mörg sveitarfélög sem eru undir þeim mörkum sem að við teljum líklegt að sveitarfélögin geti talist sjálfbær,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshópsins sem skilaði tillögunum.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Bolvíkingar stefna á fjölgun Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík telur litla stemningu vera meðal íbúa þar fyrir sameiningu.„Mér er það til efs að það yrði samþykkt í kosningum eins og staðan er í dag,“ segir Jón Páll.Bolvíkingum hugnist frekar að fjölga íbúum.„Það voru fyrstu viðbrögð okkar að starta verkefninu Bolungarvík 1000plús og við ætlum í rauninni, burtséð frá því að farið verði í einhvers konar sameiningarviðræður eða ekki þá ætlum við að ná okkur yfir þúsund þannig að þessar tillögur hafi ekki áhrif á okkur,“ segir Jón Páll.„Ætla menn að vera í tröppugangi næstu árin að stækka sveitarfélögin í einhverjum smáskorpum?“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig rætt við Árna Hjörleifsson, oddvita Skorradalshrepps, eins fámennasta sveitarfélags landsins. Hann var ekki hrifinn af tillögunum sem liggja fyrir.„Okkur hugnast engan veginn að það sé miðað við hausatölu. Við teljum að það séu miklu fleiri þættir sem þarf að taka tillit til heldur en hausatala. Hver á sú hausatala að vera? Á hún að vera 250, á hún að vera þúsund, fimm þúsund, tíu þúsund eða hundrað þúsund? Ég vil að menn finni fyrst þessa tölu áður en að farið verði í þessar sameingar. Ætla menn að vera í tröppugangi næstu árin að stækka sveitarfélögin í einhverjum smáskorpum? Menn verða þá meira og minna í sameiningarviðræðum til margra ára með þessu áframhaldi,“ sagði Árni. Hann telur það farsælla að sveitarfélög fái sjálf að ákveða sína framtíð, enda spili margt annað inn í dæmið en íbúafjöldi sveitarfélaga.„Ég tel að sveitarfélögin eigi að ráða því frekar sjálf, að það verði fólk á heimavelli sem ákvarði hvort það verði hagkvæmara að sameinast því það eru landfræðilegar aðstæður, það eru tekjur, fyrirtækjasamsetning og annað sem skiptir miklu meira máli en hausatala.“
Bolungarvík Skorradalshreppur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda Þingmaður Miðflokksins telur áætlanir ráðherra um að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar séu of afdráttarlausar. 14. ágúst 2019 06:00 Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31 Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Þingmaður Miðflokks telur rangt að setja ramma um lágmarksíbúafjölda Þingmaður Miðflokksins telur áætlanir ráðherra um að þvinga smærri sveitarfélög til sameiningar séu of afdráttarlausar. 14. ágúst 2019 06:00
Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. 13. ágúst 2019 16:31
Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. 14. ágúst 2019 12:04