Fræg kappaksturshetja slapp lifandi úr flugslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 14:00 Dale Earnhardt Jr. Getty/Robert Laberge Fræg bandarísk kappaksturshetja slapp með skrekkinn þegar hann og fjölskylda hans lentu í flugslysi á Elizabethton Municipal flugvellinum í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.Dale Earnhardt Jr. var í vélinni, sem var af Cessna Citation gerð, ásamt eiginkona sinni og eins árs gamalli dóttur þeirra hjóna en auk þess voru tveir flugmenn með þeim. Allir komust á lífi úr vélinni. Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.BREAKING: Dale Earnhardt Jr. is hospitalized after a plane crash. https://t.co/7VERKKOZbV — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 15, 2019Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu. Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.Dale Earnhardt Jr. is "safe" after his plane crashed in Tennessee, Kelley Earnhardt Miller, the NASCAR television analyst and former driver's sister, said https://t.co/5k8O7TJKO1pic.twitter.com/ORoNnOZM7W — Newsday Sports (@NewsdaySports) August 15, 2019Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi. Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Fræg bandarísk kappaksturshetja slapp með skrekkinn þegar hann og fjölskylda hans lentu í flugslysi á Elizabethton Municipal flugvellinum í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.Dale Earnhardt Jr. var í vélinni, sem var af Cessna Citation gerð, ásamt eiginkona sinni og eins árs gamalli dóttur þeirra hjóna en auk þess voru tveir flugmenn með þeim. Allir komust á lífi úr vélinni. Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.BREAKING: Dale Earnhardt Jr. is hospitalized after a plane crash. https://t.co/7VERKKOZbV — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 15, 2019Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu. Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.Dale Earnhardt Jr. is "safe" after his plane crashed in Tennessee, Kelley Earnhardt Miller, the NASCAR television analyst and former driver's sister, said https://t.co/5k8O7TJKO1pic.twitter.com/ORoNnOZM7W — Newsday Sports (@NewsdaySports) August 15, 2019Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi. Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira