Allt annað að sjá Tiger Woods sem er samt sex höggum á eftir fyrsta manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 12:15 Tiger Woods brosti fyrir hringinn. Getty/Stan Badz Bandaríkjamennirnir Justin Thomas og Jason Kokrak eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu í golfi sem er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. BMW Championship er í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 19.00 og stendur til 23.00 í kvöld. Sjötíu efstu kylfingarnir á stigalistanum komust áfram eftir The Northern Trust mótið um síðustu helgi og aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum tryggja sér farseðilinn inn á Tour Championship þar sem verður krýndur nýr FedEx meistari. Það er mikil spenna eftir fyrsta hring. Justin Thomas og Jason Kokrak léku báðir á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Það er vallarmet á Medinah golfvellinum. Það eru síðan aðeins tvö högg niður í 16. sæti en fimm kylfingar eru á -6 og níu kylfingar eru á -5. Jim Furyk, Lucas Glover, Brandt Snedeker, Patrick Cantlay og Joel Dahmen eru jafnir í 3. til 7. sæti en meðal þeirra í 8. til 16. sæti eru Rickie Fowler og Adam Scott.Thomas finished at 7-under 65 to share the early lead with Jason Kokrakhttps://t.co/ExuLLD0bGu — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019 Það var allt annað að sjá til Tiger Woods eftir erfiðleika síðustu vikna. Hann varð að hætta leik um síðustu helgi vegna bakmeiðsla. Tiger byrjaði frábærlega með þrjá fugla á fyrstu fimm holunum en kólnaði svo snögglega niður. Tiger er í 50. sæti og sex höggum á eftir þeim Thomas og Kokrak en Woods lék á einu höggi undir pari. „Ég er að reyna að breyta sveiflunni og er ekki alveg kominn þangað sem ég vil vera. Ég þarf endurtekningar og hef ekki náð því ennþá,“ sagði Tiger Woods sem var með fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum. Tiger Woods þarf líklega að ná ellefta sætinu til að tryggja sér sæti á lokamótinu. Hann þarf að hækka sig úr 38. sæti upp í 30. sæti. Miðað við spilamennskuna á fyrsta degi er honum nú spáð 47. sæti og það þarf því mikið að gerast ætli hann að spila um næstu helgi. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Justin Thomas og Jason Kokrak eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu í golfi sem er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. BMW Championship er í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 19.00 og stendur til 23.00 í kvöld. Sjötíu efstu kylfingarnir á stigalistanum komust áfram eftir The Northern Trust mótið um síðustu helgi og aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum tryggja sér farseðilinn inn á Tour Championship þar sem verður krýndur nýr FedEx meistari. Það er mikil spenna eftir fyrsta hring. Justin Thomas og Jason Kokrak léku báðir á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Það er vallarmet á Medinah golfvellinum. Það eru síðan aðeins tvö högg niður í 16. sæti en fimm kylfingar eru á -6 og níu kylfingar eru á -5. Jim Furyk, Lucas Glover, Brandt Snedeker, Patrick Cantlay og Joel Dahmen eru jafnir í 3. til 7. sæti en meðal þeirra í 8. til 16. sæti eru Rickie Fowler og Adam Scott.Thomas finished at 7-under 65 to share the early lead with Jason Kokrakhttps://t.co/ExuLLD0bGu — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019 Það var allt annað að sjá til Tiger Woods eftir erfiðleika síðustu vikna. Hann varð að hætta leik um síðustu helgi vegna bakmeiðsla. Tiger byrjaði frábærlega með þrjá fugla á fyrstu fimm holunum en kólnaði svo snögglega niður. Tiger er í 50. sæti og sex höggum á eftir þeim Thomas og Kokrak en Woods lék á einu höggi undir pari. „Ég er að reyna að breyta sveiflunni og er ekki alveg kominn þangað sem ég vil vera. Ég þarf endurtekningar og hef ekki náð því ennþá,“ sagði Tiger Woods sem var með fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum. Tiger Woods þarf líklega að ná ellefta sætinu til að tryggja sér sæti á lokamótinu. Hann þarf að hækka sig úr 38. sæti upp í 30. sæti. Miðað við spilamennskuna á fyrsta degi er honum nú spáð 47. sæti og það þarf því mikið að gerast ætli hann að spila um næstu helgi.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira