Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 07:45 „Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
„Veldu latan mann til að vinna erfitt verk, því sá lati mun finna auðvelda leið til að vinna verkið.“ Einhvern veginn svona hljóma ummæli sem ýmist eru eignuð Bill Gates, stofnanda Microsoft, eða Walter Chrysler, sem stofnaði samnefndan bílaframleiðanda. Til er ofgnótt orðatiltækja sem lýsa sambærilegri hugsun, til að mynda hið rótgróna og rammíslenska „Betur vinnur vit en strit“. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum og við stjórnun stórra og mikilvægra fyrirtækja. Iðni stjórnmálamaðurinn getur beinlínis verið stórhættulegur ef hann beinir starfsorku sinni í rangan farveg. Vaðlaheiðargöng eru sögð afrakstur þrautseigju og vinnusemi tiltekinna stjórnmálamanna. Flest bendir til að þeirri orku hefði verið betur varið í önnur verk en að stytta ferðatíma Norðlendinga um fimmtán mínútur, á reikning okkar allra hinna. Svo eru aðrir sem sagðir eru iðnir og duglegir en koma í raun sáralitlu í verk. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður seint sökuð um leti eða að vera ekki vakin og sofin yfir verkefnum líðandi stundar. Þrátt fyrir eljuna tókst henni ekki að koma samningunum um Brexit gegnum þingið. Hennar eftirmæli verða heldur rýr fyrir vikið. Eftirmaður hennar Boris Johnson er sagður latur, kvensamur og kærulaus. Hann teflir nú djarft gagnvart Evrópusambandinu og hótar útgöngu án samnings. En hvað ef honum tekst að ná samningum? Hefur þá Johnson hinn lati ekki komið meiru í verk en May hin iðna, og þar með unnið landinu meira gagn? Alveg örugglega. Undanfarna mánuði hefur Orkupakkamálið verið fyrirferðarmikið í opinberri umræðu á Íslandi. Sumir vilja beinlínis stofna Evrópusamstarfi þjóðarinnar í hættu. Aðrir vilja skjóta málinu til hinnar svokölluðu EES-nefndar. Flest bendir til þess að þar séu sáralitlir raunverulegir hagsmunir undir. Verið er að eyða mikilli orku í mál sem varðar sáralitla, ef nokkra raunverulega hagsmuni lands og þjóðar. Vera kann að einhverjir geti fært rök fyrir því að Ísland eigi að færa sig í átt til aukinnar einangrunar og hafa meira sjálfdæmi um eigin mál. Orkupakkarnir svokölluðu eru hins vegar afleitur slagur að taka í þeim efnum, nema viðkomandi pólitíkusar stundi vísvitandi tilfinningaklám með tilvísunum til auðlinda og orku þjóðarinnar eigin starfsframa til framdráttar. Allt bendir til þess að orku stjórnmálamanna sé betur varið í annað en þras um hinn svokallaða Orkupakka. Næg eru viðfangsefnin. Þeir sem mesta elju og eftirfylgni sýna í umræðum um Orkupakkamálið eru að vinna þjóð sinni tjón, og beina kastljósinu frá áþreifanlegum viðfangsefnum. Betur vinnur vit en strit í þeim efnum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun