Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 19:11 Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24