Bæjarfulltrúi minnihlutans telur óeðlilega staðið að afgreiðslu nýs leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. ágúst 2019 22:05 Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi. Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi.
Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira