Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 06:16 Hálendi Íslands er að margra mati afar fallegt. Á stórum svæðum er þó afar lítið um gróður. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira