Missti næstum því af rástíma sínum á lokadeginum eftir að elding kveikti í hótelinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 11:30 Phil Mickelson teygir á fyrir fyrsta högg á lokahringnum í gær og er eflaust að segja Brooks Koepka frá ævintýrum sínum um morguninn. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira