"Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. ágúst 2019 11:00 Það er pláss fyrir flesta á þjóðveginum. Vísir/Vilhelm Það styttist óðum í verslunarmannahelgina sem þýðir að framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðbúið er að ansi margir verði á faraldsfæti um helgina enda spáð skaplegu veðri víða um land. Mikilvægt er að ökumenn sýni öðrum ökumönnum tillitssemi á þjóðveginum nú sem fyrr, gangi úr skugga um að ökutæki séu í góðu standi, láti áfengi alfarið vera áður en ekið ásamt ýmsu öðru sem þarf að hafa í huga að mati aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni Friðleifsson mætti í spjall í Bítið í morgun í tilefni þess að verslunarmannahelgin er framundan. Þar líkti hann þjóðveginum við dansgólf til þess að sýna fram á mikilvægi þess að tillitssemin yrði sett í fyrirrúm við aksturinn. „Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf. Á dansgólfum er hægt að dansa vínarvals og rúmbu og tja tja tja. Allir þurfa sitt pláss og þetta er svipað með þjóðveginn. Við erum með stóra bíla, við erum litla bíla, við erum með mótorhjól. Við erum með bíla með hjólhýsi, við erum með reiðhjólamenn. Allir eru að nota sama dansgólf og það er ekkert stórt. Það þurfa allir sitt pláss. Ef að við ætlum að vera dansfélagar á veginum þá verðum við að taka tillit til allra,“ sagði Árni aðspurður um hvað ökumenn þyrftu að hafa í huga fyrir helgina.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Þetta ætti sérstaklega við um helgina enda mætti gera ráð fyrir að margir verði á ferðinni með hjólhýsi og aðra ferðavagna til þess að komast í útileguna. „Einhvern veginn er þetta hrærigrautur á þjóðvegakerfi sem er ekkert rosalega stórt þannig að þetta er það sem við þurfum að spá í að leyfa öllum að fá sitt pláss,“ sagði Árni en hlusta má á spjallið við hann hér fyrir neðan.Það komast allir sinnar leiðar á endanum Reikna má með að umferð verði þung víða um land enda mikið um að vera úti um allt land um helgina. Bað Árni ökumenn um að sýna þolinmæði og tók dæmi um einn stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem búast má við að umferðarteppa myndist. Þar gæti orðið mikilvægt að sýna þolinmæði.„Til að mynda þegar við förum úr bænum hérna upp í Mosfellsbæ. Þar er einbreitt á kafla við Skarhólabraut. Þar verður alltaf tappi. Fólk verður bara að taka því. Það komast allir á leiðarenda,“ sagði Árni.Talið barst einnig að símanotkun í umferðinni en þann 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr fimm þúsund krónum í 40 þúsund krónur. Átak lögreglunnar í þessum efnum hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri.Svipmyndir frá Mýrarboltanum, Síldarævintýrinu, Þjóðhátíð, Innipúkanum og traktorstorfærunni á Flúðum.vísir/samsettÁrni sagðist telja að árangur hafi náðst í því að minnka símanotkun undir stýri en gera mætti betur. Brýndi hann fyrir ökumönnum að geyma símann meðan ekið er, enda gæti símanotkun við stýrið haft alvarlegar afleiðingar.„Ökumenn hafa viðurkennd í umferðarslysum, alvarlegum umferðarslysum, að hafa verið í símanum og jafnvel verið inn á samfélagsmiðlum, skoða tölvupóstinn,“ sagði Árni. „Við höfum stöðvað ökumenn sem hafa jafnvel verið að horfa á þætti, Netflix. Það er allur gangur á þessu. Því miður er þetta of algengt.“Þjóðvegur 1.Vísir/Andri MarinóAthuga ástand ökutækja, spenna beltin og alls ekki keyra eftir að hafa smakkað áfengi Einnig væri mikilvægt að hafa aðra hluti í huga áður en ekið væri af stað um helgina. „Ökutækin verða að vera í góðu standi. Fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum þar sem hugsanlega ískrar í bremsum og svona. Við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð. Menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum. Mér finnst einhvern veginn að ég þurfi ekki að taka það fram að það er bílbeltaskylda á Íslandi. Það er komið 2019 og þetta á að vera ósköp eðlilegt að þú setjir á þig beltið. Þetta er jafn eðlilegt og að þú opnir augun á morgnana þegar þú vaknar,“ sagði Árni. Búast má við að víða verði áfengi haft um hönd um helgina og voru skilaboðin frá Árna í tengslum við þá staðreynd skýr. „Það á enginn að keyra eftir að hafa smakkað áfengi.“ Bítið Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er handan við hornið og er það stærsta ferðahelgin á Íslandi enda margt að sækja. 31. júlí 2019 14:15 Allt að 25 stig í dag og „fínasta veður“ um verslunarmannahelgina Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2019 07:48 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það styttist óðum í verslunarmannahelgina sem þýðir að framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðbúið er að ansi margir verði á faraldsfæti um helgina enda spáð skaplegu veðri víða um land. Mikilvægt er að ökumenn sýni öðrum ökumönnum tillitssemi á þjóðveginum nú sem fyrr, gangi úr skugga um að ökutæki séu í góðu standi, láti áfengi alfarið vera áður en ekið ásamt ýmsu öðru sem þarf að hafa í huga að mati aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni Friðleifsson mætti í spjall í Bítið í morgun í tilefni þess að verslunarmannahelgin er framundan. Þar líkti hann þjóðveginum við dansgólf til þess að sýna fram á mikilvægi þess að tillitssemin yrði sett í fyrirrúm við aksturinn. „Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf. Á dansgólfum er hægt að dansa vínarvals og rúmbu og tja tja tja. Allir þurfa sitt pláss og þetta er svipað með þjóðveginn. Við erum með stóra bíla, við erum litla bíla, við erum með mótorhjól. Við erum með bíla með hjólhýsi, við erum með reiðhjólamenn. Allir eru að nota sama dansgólf og það er ekkert stórt. Það þurfa allir sitt pláss. Ef að við ætlum að vera dansfélagar á veginum þá verðum við að taka tillit til allra,“ sagði Árni aðspurður um hvað ökumenn þyrftu að hafa í huga fyrir helgina.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Þetta ætti sérstaklega við um helgina enda mætti gera ráð fyrir að margir verði á ferðinni með hjólhýsi og aðra ferðavagna til þess að komast í útileguna. „Einhvern veginn er þetta hrærigrautur á þjóðvegakerfi sem er ekkert rosalega stórt þannig að þetta er það sem við þurfum að spá í að leyfa öllum að fá sitt pláss,“ sagði Árni en hlusta má á spjallið við hann hér fyrir neðan.Það komast allir sinnar leiðar á endanum Reikna má með að umferð verði þung víða um land enda mikið um að vera úti um allt land um helgina. Bað Árni ökumenn um að sýna þolinmæði og tók dæmi um einn stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem búast má við að umferðarteppa myndist. Þar gæti orðið mikilvægt að sýna þolinmæði.„Til að mynda þegar við förum úr bænum hérna upp í Mosfellsbæ. Þar er einbreitt á kafla við Skarhólabraut. Þar verður alltaf tappi. Fólk verður bara að taka því. Það komast allir á leiðarenda,“ sagði Árni.Talið barst einnig að símanotkun í umferðinni en þann 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr fimm þúsund krónum í 40 þúsund krónur. Átak lögreglunnar í þessum efnum hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri.Svipmyndir frá Mýrarboltanum, Síldarævintýrinu, Þjóðhátíð, Innipúkanum og traktorstorfærunni á Flúðum.vísir/samsettÁrni sagðist telja að árangur hafi náðst í því að minnka símanotkun undir stýri en gera mætti betur. Brýndi hann fyrir ökumönnum að geyma símann meðan ekið er, enda gæti símanotkun við stýrið haft alvarlegar afleiðingar.„Ökumenn hafa viðurkennd í umferðarslysum, alvarlegum umferðarslysum, að hafa verið í símanum og jafnvel verið inn á samfélagsmiðlum, skoða tölvupóstinn,“ sagði Árni. „Við höfum stöðvað ökumenn sem hafa jafnvel verið að horfa á þætti, Netflix. Það er allur gangur á þessu. Því miður er þetta of algengt.“Þjóðvegur 1.Vísir/Andri MarinóAthuga ástand ökutækja, spenna beltin og alls ekki keyra eftir að hafa smakkað áfengi Einnig væri mikilvægt að hafa aðra hluti í huga áður en ekið væri af stað um helgina. „Ökutækin verða að vera í góðu standi. Fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum þar sem hugsanlega ískrar í bremsum og svona. Við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð. Menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum. Mér finnst einhvern veginn að ég þurfi ekki að taka það fram að það er bílbeltaskylda á Íslandi. Það er komið 2019 og þetta á að vera ósköp eðlilegt að þú setjir á þig beltið. Þetta er jafn eðlilegt og að þú opnir augun á morgnana þegar þú vaknar,“ sagði Árni. Búast má við að víða verði áfengi haft um hönd um helgina og voru skilaboðin frá Árna í tengslum við þá staðreynd skýr. „Það á enginn að keyra eftir að hafa smakkað áfengi.“
Bítið Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er handan við hornið og er það stærsta ferðahelgin á Íslandi enda margt að sækja. 31. júlí 2019 14:15 Allt að 25 stig í dag og „fínasta veður“ um verslunarmannahelgina Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2019 07:48 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er handan við hornið og er það stærsta ferðahelgin á Íslandi enda margt að sækja. 31. júlí 2019 14:15
Allt að 25 stig í dag og „fínasta veður“ um verslunarmannahelgina Búast má við áframhaldandi hlýindum í dag en veður fer síðan smám saman kólnandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2019 07:48