Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 19:42 Sigmundur er sannfærður að hann hafi verið meginskotmarkið. Vísir/stöð 2 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigmundur að niðurstaða siðanefndar Alþingis sem forsætisnefnd staðfesti og birti í dag væri til marks um hversu „fáránleg“ vegferðin hefði verið. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, töldust brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn samkvæmt niðurstöðu siðanefndar.Segir þingmenn Miðflokksins þolendur mannréttindabrots „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar. „Það var allt reynt, hvað stendur eftir til dæmis hvað sjálfan mig varðar? Ég held að það sé alveg óhætt að segja að ég hafi verið meginskotmarkið í þessari aðgerð en þrátt fyrir átta mánaða tilraunir þar sem menn fóru mira að segja á svig við lög og grundvallarreglur réttarríkisins tókst ekki annað en að sýna fram á að það hefði ekkert brot átt sér stað,“ segir Sigmundur. Óskar ekki verstu óvinum sínum siðanefndarferlið Hann segir að siðanefndarferlið fráleitt fyrirkomulag og talar um „sneypuför forseta Alþingis og félaga hans“ í því samhengi. „Ég vona það að menn læri það þó af þessu að laga þetta fyrirkomulag því ég myndi ekki óska verstu óvinum mínum þess að ganga í gegnum svona ferli, ekki bara þeirra vegna, heldur vegna þess að þetta er stórskaðlegt fyrir samfélagið og fyrir pólitíkina að það sé hægt að setja hlutina í það horf að pólitískir andstæðingar geti rekið mál áfram jafnvel í andstöðu við lög til þess að leyta að einhverju til að klekkja á andstæðingum sínum.“ Þegar Sigmundur er spurður hvort niðurstaða siðanefndar hefði einhverjar afleiðingar fyrir þingmennina sem um ræðir segir Sigmundur: „Í fyrsta lagi er náttúrulega bara sorglegt að Alþingi skuli láta hafa sig út í það, eða einhverjir fulltrúar Alþingis, að nýta glæp til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum og þar af leiðandi er niðurstaðan eins og við höfum sagt frá upphafi alltaf ógild þó að menn hafi einungis náð að finna eitthvað til að reyna að hanka tvo. En hvað þá tvo varðar, mér dettur ekki í hug að halda því fram að Haraldur Benediktsson og Steinunn [Þóra Árnadóttir] eigi að fá að segja til um það hverjir eru hæfir til að vera þingmenn. Það eru kjósendur sem gera það og kjósendur munu taka afstöðu til þess og einnig starfa þeirra og annarra sem að þessu máli hafa komið.“ Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Fallast á niðurstöðu siðanefndar Gunnar Bragi og Bergþór brutu gegn siðareglum. 1. ágúst 2019 16:08 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigmundur að niðurstaða siðanefndar Alþingis sem forsætisnefnd staðfesti og birti í dag væri til marks um hversu „fáránleg“ vegferðin hefði verið. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, töldust brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn samkvæmt niðurstöðu siðanefndar.Segir þingmenn Miðflokksins þolendur mannréttindabrots „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar. „Það var allt reynt, hvað stendur eftir til dæmis hvað sjálfan mig varðar? Ég held að það sé alveg óhætt að segja að ég hafi verið meginskotmarkið í þessari aðgerð en þrátt fyrir átta mánaða tilraunir þar sem menn fóru mira að segja á svig við lög og grundvallarreglur réttarríkisins tókst ekki annað en að sýna fram á að það hefði ekkert brot átt sér stað,“ segir Sigmundur. Óskar ekki verstu óvinum sínum siðanefndarferlið Hann segir að siðanefndarferlið fráleitt fyrirkomulag og talar um „sneypuför forseta Alþingis og félaga hans“ í því samhengi. „Ég vona það að menn læri það þó af þessu að laga þetta fyrirkomulag því ég myndi ekki óska verstu óvinum mínum þess að ganga í gegnum svona ferli, ekki bara þeirra vegna, heldur vegna þess að þetta er stórskaðlegt fyrir samfélagið og fyrir pólitíkina að það sé hægt að setja hlutina í það horf að pólitískir andstæðingar geti rekið mál áfram jafnvel í andstöðu við lög til þess að leyta að einhverju til að klekkja á andstæðingum sínum.“ Þegar Sigmundur er spurður hvort niðurstaða siðanefndar hefði einhverjar afleiðingar fyrir þingmennina sem um ræðir segir Sigmundur: „Í fyrsta lagi er náttúrulega bara sorglegt að Alþingi skuli láta hafa sig út í það, eða einhverjir fulltrúar Alþingis, að nýta glæp til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum og þar af leiðandi er niðurstaðan eins og við höfum sagt frá upphafi alltaf ógild þó að menn hafi einungis náð að finna eitthvað til að reyna að hanka tvo. En hvað þá tvo varðar, mér dettur ekki í hug að halda því fram að Haraldur Benediktsson og Steinunn [Þóra Árnadóttir] eigi að fá að segja til um það hverjir eru hæfir til að vera þingmenn. Það eru kjósendur sem gera það og kjósendur munu taka afstöðu til þess og einnig starfa þeirra og annarra sem að þessu máli hafa komið.“
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Fallast á niðurstöðu siðanefndar Gunnar Bragi og Bergþór brutu gegn siðareglum. 1. ágúst 2019 16:08 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27
Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00