Boða endurgerð How to Lose a Guy in 10 Days Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 09:55 Kate Hudson og Matthew McConaughey fóru með aðalhlutverkin í fyrstu myndinni. Vísir/Getty Streymisveitan Quibi hefur tilkynnt að ráðist verði í endurgerð rómantísku gamanmyndarinnar How to Lose a Guy in 10 Days. Grínistinn Guy Branum mun skrifa handrit myndarinnar en ekki er vitað hverjir fara með aðalhlutverkin. How to Lose a Guy in 10 Days kom út árið 2003 og skartaði þeim Kate Hudson og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum. Myndin fjallaði um dálkahöfundinn Andie Anderson sem semur við ritstjóra sinn um að skrifa dálk fyrir tímaritið sem snýr að því hvernig hægt sé að byrja að hitta karlmann og hætta með honum, allt á tíu dögum. Maðurinn sem verður fyrir valinu er auglýsingastórlaxinn Benjamin Barry sem hefur á sama tíma gert veðmál við yfirmann sinn um að hann geti látið hvaða konu sem er verða ástfangna af sér. Þau vita ekki af áætlunum hvers annars og því verður skammvinnt ástarsamband þeirra vægast sagt skrautlegt. Í tilkynningu kemur fram að endurgerðin muni fjalla um ungan dálkahöfund og lauslátan framkvæmdastjóra á auglýsingastofu sem bæði vilja sanna að þau geti stundað einkvæni. Þau komast fljótlega að því að það er erfiðara að viðhalda sambandi en Andie Anderson, söguhetja fyrstu myndarinnar, gaf til kynna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Streymisveitan Quibi hefur tilkynnt að ráðist verði í endurgerð rómantísku gamanmyndarinnar How to Lose a Guy in 10 Days. Grínistinn Guy Branum mun skrifa handrit myndarinnar en ekki er vitað hverjir fara með aðalhlutverkin. How to Lose a Guy in 10 Days kom út árið 2003 og skartaði þeim Kate Hudson og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum. Myndin fjallaði um dálkahöfundinn Andie Anderson sem semur við ritstjóra sinn um að skrifa dálk fyrir tímaritið sem snýr að því hvernig hægt sé að byrja að hitta karlmann og hætta með honum, allt á tíu dögum. Maðurinn sem verður fyrir valinu er auglýsingastórlaxinn Benjamin Barry sem hefur á sama tíma gert veðmál við yfirmann sinn um að hann geti látið hvaða konu sem er verða ástfangna af sér. Þau vita ekki af áætlunum hvers annars og því verður skammvinnt ástarsamband þeirra vægast sagt skrautlegt. Í tilkynningu kemur fram að endurgerðin muni fjalla um ungan dálkahöfund og lauslátan framkvæmdastjóra á auglýsingastofu sem bæði vilja sanna að þau geti stundað einkvæni. Þau komast fljótlega að því að það er erfiðara að viðhalda sambandi en Andie Anderson, söguhetja fyrstu myndarinnar, gaf til kynna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein