Leikmaður sem enginn vill lengur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Bale að skora markið sitt gegn Liverpool árið 2018 í Úkraínu eftir að hafa komið af bekknum. vísir/getty Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst. Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst.
Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira