Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38