Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2019 06:15 Ratcliffe hyggst vernda Atlantshafslaxinn með því að byggja upp mannvirki í þremur ám. nordicphotos/afp Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira