Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:01 Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Á myndinni eru ráðherra skattamála og skattstjóri Danmerkur. Vísir/epa Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa Danmörk Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa
Danmörk Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira