Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:01 Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Á myndinni eru ráðherra skattamála og skattstjóri Danmerkur. Vísir/epa Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa Danmörk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa
Danmörk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira