Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2019 14:47 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira