Tiger Woods hefur leik löngu áður en áhorfendum verður hleypt inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 09:00 Það er örugglega langt síðan að Tiger Woods spilaði holur í golfmóti án þess að hafa áhorfendur. Vísir/ Mike Lawrie Enginn áhorfandi færi tækifæri til að fylgjast með fyrstu holunum hjá nokkrum af stærstu nöfnunum í golfheiminum þegar keppni hefst í FedEx bikarnum á Northern Trust golfmótinu. Ástæðan er þrumuveður sem gekk yfir svæðið seint á miðvikudagskvöldið eða aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að byrja en mótið er spilað hjá Liberty National golfklúbbnum í Jersey City í New Jersey fylki. Mikill vindur og rigning skemmdu hluta af byggingum við völlinn sem og veitingatjöldin sem áttu að þjóna áhorfendum. Enginn slasaðist en mótshaldarar þurfa tíma til að laga til eftir storminn.Some of the biggest names in golf will play the first several holes of the FedEx Cup Playoffs with just about nobody watching. https://t.co/X321BGCugD — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 8, 2019Það var tekinn sú ákvörðun að kylfingar muni hefja leik á réttum tíma, klukkan sjö um morguninn að staðartíma, en að mótshaldarar fái að nýta morguninn til að laga til. Engum áhorfanda verður því hleypt inn á svæðið fyrr en klukkan tíu eða þremur tímum eftir að fyrstu kylfingar fara út. Meðal þeirra stórstjarna sem byrja að spila án þess að hafa áhorfendur eru Tiger Woods, Brooks Koepka og Rory McIlroy. Tiger hefur leik klukkan 7.43 og spilar því lengst af þessum þremur án þess að hafa áhorfendur. Þetta verður örugglega mjög sérstakt fyrir Tiger Woods sem er gríðarlega vinsæll kylfingur og nær öruggt að flestir áhorfendur safnist í kringum holuna sem hann er að spila hverju sinni. „Við erum að stunda íþrótt sem fer fram utanhúss. Móðir náttúra kemur stundum í heimsókn og breytir okkar plönum. Við erum þakklát fyrir að enginn slasaðist og að við getum lagað það sem skemmdist. Okkur hlakkar til að taka á móti bestu kylfingum heims sem og öllum áhorfendunum sem hafa beðið eftir þessu móti allt þetta ár,“ sagði Julie Tyson, framkvæmdastjóri The Northern Trust í tilkynningu. Northern Trust golfmótið er það fyrsta af þremur í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 70 efstu kylfingarnir af þeim 125 sem keppa á Northern Trust golfmótinu komast áfram á næsta mót sem er BMW Championship. Aðeins 30 komast síðan á lokamótið sem er Tour Championship og fer fram nærri Atlanta í Georgíu fylki. Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enginn áhorfandi færi tækifæri til að fylgjast með fyrstu holunum hjá nokkrum af stærstu nöfnunum í golfheiminum þegar keppni hefst í FedEx bikarnum á Northern Trust golfmótinu. Ástæðan er þrumuveður sem gekk yfir svæðið seint á miðvikudagskvöldið eða aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að byrja en mótið er spilað hjá Liberty National golfklúbbnum í Jersey City í New Jersey fylki. Mikill vindur og rigning skemmdu hluta af byggingum við völlinn sem og veitingatjöldin sem áttu að þjóna áhorfendum. Enginn slasaðist en mótshaldarar þurfa tíma til að laga til eftir storminn.Some of the biggest names in golf will play the first several holes of the FedEx Cup Playoffs with just about nobody watching. https://t.co/X321BGCugD — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 8, 2019Það var tekinn sú ákvörðun að kylfingar muni hefja leik á réttum tíma, klukkan sjö um morguninn að staðartíma, en að mótshaldarar fái að nýta morguninn til að laga til. Engum áhorfanda verður því hleypt inn á svæðið fyrr en klukkan tíu eða þremur tímum eftir að fyrstu kylfingar fara út. Meðal þeirra stórstjarna sem byrja að spila án þess að hafa áhorfendur eru Tiger Woods, Brooks Koepka og Rory McIlroy. Tiger hefur leik klukkan 7.43 og spilar því lengst af þessum þremur án þess að hafa áhorfendur. Þetta verður örugglega mjög sérstakt fyrir Tiger Woods sem er gríðarlega vinsæll kylfingur og nær öruggt að flestir áhorfendur safnist í kringum holuna sem hann er að spila hverju sinni. „Við erum að stunda íþrótt sem fer fram utanhúss. Móðir náttúra kemur stundum í heimsókn og breytir okkar plönum. Við erum þakklát fyrir að enginn slasaðist og að við getum lagað það sem skemmdist. Okkur hlakkar til að taka á móti bestu kylfingum heims sem og öllum áhorfendunum sem hafa beðið eftir þessu móti allt þetta ár,“ sagði Julie Tyson, framkvæmdastjóri The Northern Trust í tilkynningu. Northern Trust golfmótið er það fyrsta af þremur í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 70 efstu kylfingarnir af þeim 125 sem keppa á Northern Trust golfmótinu komast áfram á næsta mót sem er BMW Championship. Aðeins 30 komast síðan á lokamótið sem er Tour Championship og fer fram nærri Atlanta í Georgíu fylki.
Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira