Methlutfall fyrstu kaupenda merki þess að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 10:16 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra. Vísir/vilhelm Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér. Húsnæðismál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér.
Húsnæðismál Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira