Talið niður í gæsaveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2019 11:00 Gæsaveiði hefst 20. ágúst Mynd úr safni Þeir sem munda bæði veiðistöng og haglabyssu eru líklega farnir að telja niður dagana í að gæsaveiðitímabilið hefjist. Gæsaveiði hefst sem fyrr 20. ágúst og það er sem endranær mikil spenna hjá þeim hópum sem eru duglegir að fara á gæs. Mesta ásóknin fyrstu dagana og vikurnar er yfirleitt í heiðagæs og það ber vel til tíðinda hjá þeim sem ætla sér stóra hluti þar því berjaspretta hefur verið góð mjög víða á hálendinu og fuglinn þess vegna að úða í sig berjum sem gerir hann einstaklega bragðgóðann. Það virðist vera eins og undanfarin ár mjög mikið af heiðagæs og stofninn talinn vera að stækka enn frekar. Það fer svo eftir veðri hvenær heiðagæsin fer af landinu en hún fer mun fyrr en grágæsin. Varpið hjá bæði grágæs og heiðagæs virðist hafa tekist vel því í lok júlí mátti sjá stóra hópa af ungum með fullorðnum fuglum á þeim stöðum þar sem mesta varpið fer fram. Þeir aðilar sem selja staka daga til gæsaveiða á ökrum og túnum hafa flestir fengið mun meira af bókunum fyrir haustið heldur en í fyrra og vilja einhverjir meina að það skrifist að einhverju leiti á lélega laxveiði í sumar. Þegar veiðimenn horfa í tóma kistuna eftir sumarið fer oft mikið kapp í skotveiðina á haustin og það er vonandi að sem flestir veiði vel. Skotveiði Mest lesið Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn Veiði Gengið frá leigu á Mýrarkvísl Veiði Veiðisaga úr Hrolleifsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Laxar á lofti við ósa Korpu Veiði
Þeir sem munda bæði veiðistöng og haglabyssu eru líklega farnir að telja niður dagana í að gæsaveiðitímabilið hefjist. Gæsaveiði hefst sem fyrr 20. ágúst og það er sem endranær mikil spenna hjá þeim hópum sem eru duglegir að fara á gæs. Mesta ásóknin fyrstu dagana og vikurnar er yfirleitt í heiðagæs og það ber vel til tíðinda hjá þeim sem ætla sér stóra hluti þar því berjaspretta hefur verið góð mjög víða á hálendinu og fuglinn þess vegna að úða í sig berjum sem gerir hann einstaklega bragðgóðann. Það virðist vera eins og undanfarin ár mjög mikið af heiðagæs og stofninn talinn vera að stækka enn frekar. Það fer svo eftir veðri hvenær heiðagæsin fer af landinu en hún fer mun fyrr en grágæsin. Varpið hjá bæði grágæs og heiðagæs virðist hafa tekist vel því í lok júlí mátti sjá stóra hópa af ungum með fullorðnum fuglum á þeim stöðum þar sem mesta varpið fer fram. Þeir aðilar sem selja staka daga til gæsaveiða á ökrum og túnum hafa flestir fengið mun meira af bókunum fyrir haustið heldur en í fyrra og vilja einhverjir meina að það skrifist að einhverju leiti á lélega laxveiði í sumar. Þegar veiðimenn horfa í tóma kistuna eftir sumarið fer oft mikið kapp í skotveiðina á haustin og það er vonandi að sem flestir veiði vel.
Skotveiði Mest lesið Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn Veiði Gengið frá leigu á Mýrarkvísl Veiði Veiðisaga úr Hrolleifsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Laxar á lofti við ósa Korpu Veiði