Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Hjörleifur Hallgríms vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. fréttablaðið/Auðunn „Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira