Valdís Þóra tapaði fjórum höggum á fyrstu fjórum holunum og er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir náði ekki að fylgja eftir fínum fyrsta degi á Opna skoska meistaramótinu í golfi og mun því ekki ná niðurskurðinum þegar kylfingar ljúka leik í dag. Mót þetta er á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra lék á pari vallarins á fyrsta hringnum í gær en kláraði annan hringinn á átta höggum yfir pari í dag. Valdís Þóra fór snemma út í morgun og byrjaði hringinn mjög illa. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu fjórum holunum sem þýddi að hún var þegar búin að tapa fjórum höggum og komin strax fjórum höggum yfir pari. Valdís náði einu höggi til baka með fugli á sjöundu holunni en fimm skollar til viðbótar á hringnum þýddu að hún endaði á 79 höggum eða átta höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan er eins og er við parið þannig að okkar kona er því miður mjög langt frá því að ná niðurskurðinum á mótinu. Valdís Þóra er eins og er í 134. sæti á opna skoska mótinu. Miðað við niðurskurðarlínuna núna þá fá um það bil 80 kylfingar að spila þriðja hringinn á morgun. Besta mót Valdísar á Evrópumótaröðinni í ár var þegar hún náði fimmta sætinu á New South Wales Open í Ástralíu í mars. Valdís Þóra varð síðan í 24. sæti á Jabra Ladies Open í Frakklandi í maí. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir náði ekki að fylgja eftir fínum fyrsta degi á Opna skoska meistaramótinu í golfi og mun því ekki ná niðurskurðinum þegar kylfingar ljúka leik í dag. Mót þetta er á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra lék á pari vallarins á fyrsta hringnum í gær en kláraði annan hringinn á átta höggum yfir pari í dag. Valdís Þóra fór snemma út í morgun og byrjaði hringinn mjög illa. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu fjórum holunum sem þýddi að hún var þegar búin að tapa fjórum höggum og komin strax fjórum höggum yfir pari. Valdís náði einu höggi til baka með fugli á sjöundu holunni en fimm skollar til viðbótar á hringnum þýddu að hún endaði á 79 höggum eða átta höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan er eins og er við parið þannig að okkar kona er því miður mjög langt frá því að ná niðurskurðinum á mótinu. Valdís Þóra er eins og er í 134. sæti á opna skoska mótinu. Miðað við niðurskurðarlínuna núna þá fá um það bil 80 kylfingar að spila þriðja hringinn á morgun. Besta mót Valdísar á Evrópumótaröðinni í ár var þegar hún náði fimmta sætinu á New South Wales Open í Ástralíu í mars. Valdís Þóra varð síðan í 24. sæti á Jabra Ladies Open í Frakklandi í maí.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira