Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:30 Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. Myndin er frá þrumuveðri sem gekk yfir England. Vísir/getty Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn. Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn.
Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46