„Mögnuð sýning fyrir augu og eyru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 12:46 Þessa mynd tók Róbert Marvin Gunnarsson út um svefnherbergisgluggann hjá sér á Höfn í gærkvöldi. Mynd/Róbert Marvin Gunnarsson Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk
Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54
Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30