Spilar enn golf þrátt fyrir að vera 103 ára: „Engin ástæða til að hætta ef maður stendur uppréttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2019 14:00 Stefán Þorleifsson fer alltaf út á golfvöll þegar veður er „brúklegt“ eins og hann segir. mynd/stöð 2 Þrátt fyrir að vera 103 ára spilar Stefán Þorleifsson enn golf. Hlynur Sigurðsson, umsjónarmaður Golfarans, tók hús á Stefáni á Neskaupstað og ræddi við kylfinginn aldna. Viðtalið við Stefán verður í lokaþætti Golfarans á Stöð 2 klukkan 19:30 í kvöld. „Alltaf þegar það er gott veður fer ég út á golfvöll og spila hring. Þetta er ekki erfið íþrótt, þannig, ef maður nennir að labba. En ég er tiltölulega ólatur við að labba,“ sagði Stefán sem var einn af stofnendum Golfklúbbs Norðfjarðar. „Meðan konan mín var á lífi fórum við alltaf saman í golf. Það var yndislegt. Sonur okkar bjó á Mallorca og við fórum oft í heimsókn til hans og lékum golf.“ Stefán segir að golf sé góð íþrótt fyrir alla, sérstaklega þá sem eru komnir á efri ár. „Þetta er alveg sérlega góð íþrótt fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeir þá sem eru farnir að eldast, til að halda sér við. Þetta er talsverð hreyfing. Gangan er alltaf einföld og góð íþrótt út af fyrir sig og þessar hreyfingar í golfinu eru ágætar. Ef maður ætlar að iðka golf þarf maður að halda líkamanum við í öðrum íþróttum,“ sagði Stefán sem er hvergi nærri hættur að stunda golf þrátt fyrir háan aldur. „Það er engin ástæða til að hætta að spila golf ef maður stendur uppréttur og getur gengið og hreyft sig,“ sagði Stefán sem hefur a.m.k. tvisvar farið holu í höggi. Innslagið úr Golfaranum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: 103 ára kylfingur Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrátt fyrir að vera 103 ára spilar Stefán Þorleifsson enn golf. Hlynur Sigurðsson, umsjónarmaður Golfarans, tók hús á Stefáni á Neskaupstað og ræddi við kylfinginn aldna. Viðtalið við Stefán verður í lokaþætti Golfarans á Stöð 2 klukkan 19:30 í kvöld. „Alltaf þegar það er gott veður fer ég út á golfvöll og spila hring. Þetta er ekki erfið íþrótt, þannig, ef maður nennir að labba. En ég er tiltölulega ólatur við að labba,“ sagði Stefán sem var einn af stofnendum Golfklúbbs Norðfjarðar. „Meðan konan mín var á lífi fórum við alltaf saman í golf. Það var yndislegt. Sonur okkar bjó á Mallorca og við fórum oft í heimsókn til hans og lékum golf.“ Stefán segir að golf sé góð íþrótt fyrir alla, sérstaklega þá sem eru komnir á efri ár. „Þetta er alveg sérlega góð íþrótt fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeir þá sem eru farnir að eldast, til að halda sér við. Þetta er talsverð hreyfing. Gangan er alltaf einföld og góð íþrótt út af fyrir sig og þessar hreyfingar í golfinu eru ágætar. Ef maður ætlar að iðka golf þarf maður að halda líkamanum við í öðrum íþróttum,“ sagði Stefán sem er hvergi nærri hættur að stunda golf þrátt fyrir háan aldur. „Það er engin ástæða til að hætta að spila golf ef maður stendur uppréttur og getur gengið og hreyft sig,“ sagði Stefán sem hefur a.m.k. tvisvar farið holu í höggi. Innslagið úr Golfaranum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: 103 ára kylfingur
Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira