Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 18:20 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. Á fundi sínum í dag fóru þau yfir innsendar athugasemdir þeirra þingmanna Miðflokksins sem í hlut eiga. Þau munu funda aftur síðar í vikunni, en í samtali við fréttastofu binda þau vonir við að hægt verði að gera álit siðanefndar opinbert fyrir helgi. Þingmönnum Miðflokksins sem í hlut eiga verður kynnt niðurstaðan áður en hún verður gerð opinber. Þau segja þorra þeirrar vinnu sem eftir er við álitið snúast að uppsetningu og orðalagi. Niðurstaða forsætisnefndar mun ekki hafa neinar bindandi afleiðingar. Þannig hefur hún engin áhrif á þingsetu þeirra sex þingmanna sem eiga í hlut, en þjónar heldur tilgangi sínum sem ákveðinn leiðarvísir um hvað telst óæskileg hegðun þingmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hingað til hefur gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Eins og áður segir mun þeim sex þingmönnum Miðflokksins sem eiga í hlut, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Karli Gauta Hjaltasyni, Ólafi Ísleifssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bergþóri Ólasyni vera gert ljóst um niðurstöðu nefndarinnar áður en hún verður gerð opinbert. Stefnt er að því að niðurstaða forsætisnefndar verði gerð opinber fyrir helgi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33 Miðflokksmenn skiluðu inn andsvörum Varaforsetar Alþingis taka nú málið fyrir. 29. júlí 2019 10:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Siðanefnd skilar áliti um Klausturmálið til forsætisnefndar Siðanefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu um Klausturmálið til forsætisnefndar. Þingmennirnir sex sem fram komu á upptökunni frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd taka málið fyrir í næstu viku. 22. júlí 2019 21:33