Toppbaráttan í Inkasso-deildinni áfram opin upp á gátt eftir dramatík kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki. vísir/daníel Þór er áfram í öðru sætinu, Grótta í því þriðja, Leiknir í því fjórða og Víkingur Ólafsvík í því fimmta eftir þá fjóra leiki sem fóru fram í fimmtándu umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Þór fékk Víking Ólafsvík í heimsókn í kvöld. Rick Ten Voorde kom Þór yfir á 33. mínútu en í uppbótartíma jafnaði Harley Willard metin og lokatölur 1-1. Þór er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir toppliði Fjölnis sem á leik til góða. Ólafsvík er í fimmta sætinu, fimm stigum frá Þór. Leiknir virtist vera vinna sinn fjórða leik í röð er liðið var 2-0 yfir gegn Gróttu á heimavelli eftir tvö mörk frá framherjanum Sóloni Breka Leifssyni. Gróttu-menn komu hins vegar til baka og Valtýr Már Michaelsson og Pétur Theódór Árnason sáu til þess að liðin skildu jöfn 2-2 en jöfnunarmarkið kom á 57. mínútu. Leiknismönnum mistókst því að komast upp fyrir Gróttu en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Grótta er með 25 stig en Leiknir sæti neðar með 27. Keflavík vann grannaslaginn gen Njarðvík, 1-0, en Frans Elvarsson skoraði eina markið á 91. mínútu leiksins. Ellefu mínútum áður hafði Rúnar Þór Sigurgeirsson fengið rautt spjald í liði Keflavíkur. Keflavík er aftur komið upp um miðja deild en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig. Grannarnir í Njarðvík eru hins vegar í vandræðum því þeir eru í 11. sætinu með 10 stig. Það var markasúpa í Laugardalnum er Þróttur vann 4-2 sigur á Haukum. Staðan var 2-2 eftir þrettán mínútur og 4-2 fyrir Þrótti í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum en Rafael Victor skoraði þrjú mörk fyrir Þrótt. Þróttur er í sjöunda sætinu eftir sigurinn í kvöld en Haukar eru tveimur sætum neðar, fjórum stigum frá fallsæti. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Staðan í heild sinni: 1. Fjölnir 32 stig 2. Þór 28 stig 3. Grótta 27 stig 4. Leiknir R. 25 stig 5. Víkingur Ó. 23 stig 6. Keflavík 22 stig 7. Þróttur 21 stig 8. Fram 20 stig 9. Haukar 14 stig 10. Afturelding 13 stig 11. Njarðvík 10 stig 12. Magni 10 stig Inkasso-deildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Þór er áfram í öðru sætinu, Grótta í því þriðja, Leiknir í því fjórða og Víkingur Ólafsvík í því fimmta eftir þá fjóra leiki sem fóru fram í fimmtándu umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Þór fékk Víking Ólafsvík í heimsókn í kvöld. Rick Ten Voorde kom Þór yfir á 33. mínútu en í uppbótartíma jafnaði Harley Willard metin og lokatölur 1-1. Þór er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir toppliði Fjölnis sem á leik til góða. Ólafsvík er í fimmta sætinu, fimm stigum frá Þór. Leiknir virtist vera vinna sinn fjórða leik í röð er liðið var 2-0 yfir gegn Gróttu á heimavelli eftir tvö mörk frá framherjanum Sóloni Breka Leifssyni. Gróttu-menn komu hins vegar til baka og Valtýr Már Michaelsson og Pétur Theódór Árnason sáu til þess að liðin skildu jöfn 2-2 en jöfnunarmarkið kom á 57. mínútu. Leiknismönnum mistókst því að komast upp fyrir Gróttu en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Grótta er með 25 stig en Leiknir sæti neðar með 27. Keflavík vann grannaslaginn gen Njarðvík, 1-0, en Frans Elvarsson skoraði eina markið á 91. mínútu leiksins. Ellefu mínútum áður hafði Rúnar Þór Sigurgeirsson fengið rautt spjald í liði Keflavíkur. Keflavík er aftur komið upp um miðja deild en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig. Grannarnir í Njarðvík eru hins vegar í vandræðum því þeir eru í 11. sætinu með 10 stig. Það var markasúpa í Laugardalnum er Þróttur vann 4-2 sigur á Haukum. Staðan var 2-2 eftir þrettán mínútur og 4-2 fyrir Þrótti í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum en Rafael Victor skoraði þrjú mörk fyrir Þrótt. Þróttur er í sjöunda sætinu eftir sigurinn í kvöld en Haukar eru tveimur sætum neðar, fjórum stigum frá fallsæti. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Staðan í heild sinni: 1. Fjölnir 32 stig 2. Þór 28 stig 3. Grótta 27 stig 4. Leiknir R. 25 stig 5. Víkingur Ó. 23 stig 6. Keflavík 22 stig 7. Þróttur 21 stig 8. Fram 20 stig 9. Haukar 14 stig 10. Afturelding 13 stig 11. Njarðvík 10 stig 12. Magni 10 stig
Inkasso-deildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira