Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:00 Erpur Snær fuglafræðingur. Mynd/Óskar Friðriksson. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00