„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði segir að nýjast skýrsla Fitch Rating spái stöðnun í efnahagslífinu á árinu en ekki samdrætti. Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur. Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira
Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur.
Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira