Gáfu 132 milljónir í námsstyrki Ari Brynjólfsson og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2019 07:59 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Seðlabankinn greiddi 132 milljónir króna í námsstyrki frá því í ágúst 2009 til maí á þessu ári. Alls veitti Seðlabankinn 906 námsstyrki á tímabilinu. Er meðalupphæð námsstyrkjanna rúmar 145 þúsund krónur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fékk Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, háan styrk og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hún sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Fram kemur í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann að upphaf lega hafi staðið til að greiða Ingibjörgu 12 mánaða laun, en því var síðan breytt eftir tillögu Seðlabankans í námsstyrk og hlutfall af launum. Í fræðslustefnu Seðlabankans segir að bankinn leggi áherslu á að starfsfólk eigi kost á fræðslu og þjálfun sem auki hæfni þess í starfi. Segir að til að ná þeim markmiðum að efla og viðhalda þekkingu starfsmanna skuli Seðlabankinn verja 1,5 prósentum af greiddum launum starfsfólks árlega til fræðslumála. Þar af eiga framkvæmdastjórar hvers sviðs að ráðstafa 1,2 prósentum. Fræðslustefnan miðar öll að því að nám starfsfólks sé með þeim hætti að það nýtist bankanum. Ekki er þó sérstaklega tekið fram að starfsmaðurinn sé skuldbundinn að starfa fyrir bankann í tiltekinn tíma að náminu loknu. Samkvæmt greinargerðinni var Ingibjörg, sem hóf störf við bankann sumarið 2009, óánægð í starfi og ræddi möguleg starfslok við bankann í lok árs 2011. Snemma árs 2012 gerði Ingibjörg munnlegan samning við Má Guðmundsson seðlabankastjóra um að starfa í bankanum í minnst tvö ár í viðbót. Sagði hún upp störfum hjá Seðlabankanum í árslok 2017 að náminu loknu, hafði hún þó í millitíðinni unnið greinargerð fyrir bankann. Var námsleyfið eiginlegur starfslokasamningur en ekki leyfi til þess ætlað að auka hæfni í starfi líkt og kemur fram í fræðslustefnu bankans. Fréttablaðið hefur óskað eftir að fá afrit af samningi Seðlabankans við Ingibjörgu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sagt að Seðlabankanum sé skylt að af henda skjalið en bankinn hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa. Mun úrskurðarnefndin á næstunni skera úr um hvort málið fari fyrir dómstóla eða ekki.Dómstóll túlki ákvæði um málefni starfsfólks Seðlabankinn telur mikilvægt að fá úrlausn dómstóla um aðgang að upplýsingum um málefni starfsmanna ríkisins og túlkun á ákvæði upplýsingalaga þar að lútandi, meðal annars með vísan til reikulla úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál um ákvæðið. Þetta kemur fram í athugasemd frá Seðlabankanum til Fréttablaðsins vegna umfjöllunar um námsstyrki bankans til starfsmanns og til frekari skýringar á kröfu bankans um frestun á réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu samnings við fyrrverandi starfsmann. Í erindi bankans er vísað til þeirrar meginreglu í upplýsingalögum að réttur til aðgangs að upplýsingum taki almennt ekki til umsókna um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu séu undanþágur sem lúti að upplýsingum um umsækjendur starfa hjá hinu opinbera, nöfn opinberra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, launakjör æðstu stjórnenda og áherslu og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum, og upplýsingar um menntun þeirra. Að mati bankans taka framangreindar undanþágur ekki til málefna fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Vegna hagsmuna bankans, annarra opinberra aðila og starfsmanna sem kunni að verða skertir sé aðgangur veittur að upplýsingum sem varða starfsamband þeirra, sé mikilvægt að fá úrskurð dómstóla um túlkun ákvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Buðu styrki og bónusa fyrir lykilfólk í tímabundnu starfi Í greinargerð lögmanns Seðlabankans segir að stjórnendur bankans hafi verið knúnir til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins. 19. júlí 2019 06:00 Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Seðlabankinn greiddi 132 milljónir króna í námsstyrki frá því í ágúst 2009 til maí á þessu ári. Alls veitti Seðlabankinn 906 námsstyrki á tímabilinu. Er meðalupphæð námsstyrkjanna rúmar 145 þúsund krónur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fékk Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, háan styrk og laun án kröfu um vinnuframlag árið 2016 til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hún sagði upp störfum við bankann að náminu loknu. Fram kemur í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann að upphaf lega hafi staðið til að greiða Ingibjörgu 12 mánaða laun, en því var síðan breytt eftir tillögu Seðlabankans í námsstyrk og hlutfall af launum. Í fræðslustefnu Seðlabankans segir að bankinn leggi áherslu á að starfsfólk eigi kost á fræðslu og þjálfun sem auki hæfni þess í starfi. Segir að til að ná þeim markmiðum að efla og viðhalda þekkingu starfsmanna skuli Seðlabankinn verja 1,5 prósentum af greiddum launum starfsfólks árlega til fræðslumála. Þar af eiga framkvæmdastjórar hvers sviðs að ráðstafa 1,2 prósentum. Fræðslustefnan miðar öll að því að nám starfsfólks sé með þeim hætti að það nýtist bankanum. Ekki er þó sérstaklega tekið fram að starfsmaðurinn sé skuldbundinn að starfa fyrir bankann í tiltekinn tíma að náminu loknu. Samkvæmt greinargerðinni var Ingibjörg, sem hóf störf við bankann sumarið 2009, óánægð í starfi og ræddi möguleg starfslok við bankann í lok árs 2011. Snemma árs 2012 gerði Ingibjörg munnlegan samning við Má Guðmundsson seðlabankastjóra um að starfa í bankanum í minnst tvö ár í viðbót. Sagði hún upp störfum hjá Seðlabankanum í árslok 2017 að náminu loknu, hafði hún þó í millitíðinni unnið greinargerð fyrir bankann. Var námsleyfið eiginlegur starfslokasamningur en ekki leyfi til þess ætlað að auka hæfni í starfi líkt og kemur fram í fræðslustefnu bankans. Fréttablaðið hefur óskað eftir að fá afrit af samningi Seðlabankans við Ingibjörgu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sagt að Seðlabankanum sé skylt að af henda skjalið en bankinn hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa. Mun úrskurðarnefndin á næstunni skera úr um hvort málið fari fyrir dómstóla eða ekki.Dómstóll túlki ákvæði um málefni starfsfólks Seðlabankinn telur mikilvægt að fá úrlausn dómstóla um aðgang að upplýsingum um málefni starfsmanna ríkisins og túlkun á ákvæði upplýsingalaga þar að lútandi, meðal annars með vísan til reikulla úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál um ákvæðið. Þetta kemur fram í athugasemd frá Seðlabankanum til Fréttablaðsins vegna umfjöllunar um námsstyrki bankans til starfsmanns og til frekari skýringar á kröfu bankans um frestun á réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu samnings við fyrrverandi starfsmann. Í erindi bankans er vísað til þeirrar meginreglu í upplýsingalögum að réttur til aðgangs að upplýsingum taki almennt ekki til umsókna um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu séu undanþágur sem lúti að upplýsingum um umsækjendur starfa hjá hinu opinbera, nöfn opinberra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, launakjör æðstu stjórnenda og áherslu og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum, og upplýsingar um menntun þeirra. Að mati bankans taka framangreindar undanþágur ekki til málefna fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins. Vegna hagsmuna bankans, annarra opinberra aðila og starfsmanna sem kunni að verða skertir sé aðgangur veittur að upplýsingum sem varða starfsamband þeirra, sé mikilvægt að fá úrskurð dómstóla um túlkun ákvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Buðu styrki og bónusa fyrir lykilfólk í tímabundnu starfi Í greinargerð lögmanns Seðlabankans segir að stjórnendur bankans hafi verið knúnir til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins. 19. júlí 2019 06:00 Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Buðu styrki og bónusa fyrir lykilfólk í tímabundnu starfi Í greinargerð lögmanns Seðlabankans segir að stjórnendur bankans hafi verið knúnir til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins. 19. júlí 2019 06:00
Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00