Vá sögð fyrir dyrum með íslenskt mál: Straujárn orðið að strauara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 12:30 Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar tekur á móti bókargjöf fyrir hönd leikskóla sveitarfélagsins. Með þeim á myndinni eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Anna Ingadóttir, deildarstjóri skólaþjónustu Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur. Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur.
Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira