Ísland með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 20:15 Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm Skóla - og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm
Skóla - og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira