Telja sig fá lítinn stuðning þrátt fyrir lífshættulegt ástand Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:15 Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira