Segja kínverskt félag vera að bjóða Bale 156 milljónir króna í vikulaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 08:30 Gareth Bale vann þennan glæsilega bikar fjórum sinnum með Real Madrid. Getty/ Etsuo Hara Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019 Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019
Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira