Segja kínverskt félag vera að bjóða Bale 156 milljónir króna í vikulaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 08:30 Gareth Bale vann þennan glæsilega bikar fjórum sinnum með Real Madrid. Getty/ Etsuo Hara Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019 Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019
Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira