„Tapaði“ meira en 86 milljónum króna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 23:15 Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum. AP/Matt Dunham J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum. Golf Opna breska Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum.
Golf Opna breska Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn