Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 20:00 Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00