Sunnlensk hross dópuð af kannabis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sunnlensk hross. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/pjetur Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira