Óvenju gott veður í júní gæti hafa stuðlað að kyrrstöðu á fasteignamarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:37 Sólin skín á húsþök í Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Vísir/vilhelm Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“ Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira