Upphitun: Þýski kappaksturinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 17:15 Vettel henti frá sér fyrsta sætinu í heimakeppni sinni í fyrra. Getty Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag. Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nú er tímabilið hálfnað í Formúlu 1, ellefta umferðin fer fram á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mercedes hefur verið allsráðandi það sem af er ári. Aðeins einu sinni hefur liðið sýnt veikleika, það var í hitanum í Austurríki þegar báðir bílar liðsins ofhitnuðu. Ferrari, sem leit mjög vel út í prófunum fyrir tímabilið, hefur viðurkennt að grunnhugmyndafræðin á bíl þeirra sé röng. Svo í stað þess að vera berjast við Mercedes eins og liðið hefur gert síðustu ár er Ferrari nú í hörku slag við Red Bull um annað sætið. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með ungstirnunum Max Verstappen og Charles Leclerc berjast. Leclerc hefur verið mjög fljótur undanfarið og er farinn að setja pressu á liðsfélaga sinn, Sebastian Vettel.Slagurinn milli Max Verstappen og Charles Leclerc hefur verið magnaður í undanförnum keppnum.GettyVettel með hræðileg mistök í fyrra Kappaksturinn á Hockenheim brautinni í fyrra var afar líflegur. Lewis Hamilton byrjaði fjórtándi eftir að vélarbilun kom upp í tímatökum. Sebastian Vettel, sem þá var 8 stigum á undan Hamilton í heimsmeistaramótinu, byrjaði á ráspól. Um miðbik keppninnar var Vettel með örugga forustu en þá byrjaði að rigna. Á blautri brautinni missti Þjóðverjinn stjórn á bíl sinnum, klessti á vegg og datt úr leik. Hamilton stóð uppi sem sigurvegari og lét forustuna í mótinu aldrei af hendi eftir það. Margir vilja meina að Vettel hafi tapað titlinum með þessum mistökum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan 13:00 á sunnudag.
Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira