Nær óbætanlegt tjón ef spilliefni bærist inn á vatnsverndarsvæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 14:25 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“ Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óbætanlegur skaði gæti orðið ef spilliefni berast í neysluvatn að sögn heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Hann segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir. Stjórnvöld ættu að huga betur að vörnum vatnsverndarsvæða nærri þjóðvegum. Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði í gær var fluttur á slysadeild á Akureyri. Talsvert magn olíu lak út í jarðvegin og nærliggjandi ár þegar gat kom á skrokkinn og hófust verktakar sem staddir voru á svæðinu þegar í stað handa við að hefta útbreiðslu olíunnar um svæðið. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, kannaði aðstæður á svæðinu í gær og tók sýni sem send verða til rannsóknar. „Þó svo að ég eigi von á að þetta hafi ekki varanlegar afleiðingar eða miklar afleiðingar fyrir lífríki árinnar þá er ágætt að fá það staðfest,“ segir Sigurjón.Eru fyrirhugaðar einhverjar frekari hreinsunaraðgerðir? „Það var ekki til nokkurs að fjarlægja jarðveginn þá var sett upp tjörn til að fanga vatnið sem að rennur þarna frá slysstað og þar verður settur upp hreinsibúnaður til þess að taka olíuna sem að situr ofan á settjörninni,“ útskýrir Sigurjón. Sjá einnig: Gæti tekið vikur að hreinsa upp olíuna Hann segir mikið lán að slysið hafi ekki orðið í grennd við vatnsverndarsvæði. „Ég held að það þurfi að fara yfir flutning á hættulegum efnum og sérstaklega að skoða þá vatnsverndarsvæði í þeim efnum. Þetta eru það tíð slys virðist vera. Það eru ekki nema þrjú ár síðan annar olíuflutningabíll fór út af hér í Skagafirði og þess vegna þarf að fara að skoða hvernig er hægt að ganga betur frá vatnsverndarsvæðum,“ segir Sigurjón. „Ef svona slys verða á þeim, hvort sem það er við Akureyri, eða Blönduós eða höfuðborginni, að vatnsverndarstaðirnir séu þá það vel varðir að það skaði ekki vatnsbólin. Því að það mun verða þá nær óbætanlegur skaði fyrir þær byggðir sem að verða fyrir því.“
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira