Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 19:00 Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10
Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30