Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. júlí 2019 15:00 Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira