Leggja þurfi aukna áherslu á félagsfærni í kennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 21:30 Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira