Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2019 10:49 Eystri Rangá ber höfuð og herðar af ánum á þessu sumri sem stefnir í að verða það lélegasta víða síðan 2014. Það er mikið sótt í laus leyfi í Eystri Rangá enda ekkert skrítið því það eru margir veiðimenn búnir að fara í nokkra túra í sumar án þess að fá lax og Veiðivísir á einn góðkunningja sem er búinn að fara í þrjá túra á besta tíma í topp ám en ekki einu sinni sett í lax. Það reynir því á þolinmæði margra sem eru með veiðidellu að fara í gegnum svona sumar en Eystri Rangá virðist koma þar til bjargar og líklega fer Ytri Rangá að gera það sama en hún virðist aðeins vera að komast almennilega í gang. Eystri var á miðvikudaginn eina áinn sem var komin yfir 1.000 laxa í sumar og hún stefnir hraðbyr í að fara yfir 2.000 laxa næstu daga. Það er mikið af laxi að ganga og öll veiðisvæði inni þó mismikið sé af laxi á stöðunum. Ágúst er að öllu jöfnu besti tíminn svo þeir sem eiga daga þar á þeim tíma geta sannarlega farið að hlakka til. Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði
Eystri Rangá ber höfuð og herðar af ánum á þessu sumri sem stefnir í að verða það lélegasta víða síðan 2014. Það er mikið sótt í laus leyfi í Eystri Rangá enda ekkert skrítið því það eru margir veiðimenn búnir að fara í nokkra túra í sumar án þess að fá lax og Veiðivísir á einn góðkunningja sem er búinn að fara í þrjá túra á besta tíma í topp ám en ekki einu sinni sett í lax. Það reynir því á þolinmæði margra sem eru með veiðidellu að fara í gegnum svona sumar en Eystri Rangá virðist koma þar til bjargar og líklega fer Ytri Rangá að gera það sama en hún virðist aðeins vera að komast almennilega í gang. Eystri var á miðvikudaginn eina áinn sem var komin yfir 1.000 laxa í sumar og hún stefnir hraðbyr í að fara yfir 2.000 laxa næstu daga. Það er mikið af laxi að ganga og öll veiðisvæði inni þó mismikið sé af laxi á stöðunum. Ágúst er að öllu jöfnu besti tíminn svo þeir sem eiga daga þar á þeim tíma geta sannarlega farið að hlakka til.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði