Fimmtán ára íslenskur drengur talar við geimfara í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 13:00 Íslenskir skátar eru meðal þeirra 50 þúsund skáta sem taka þátt í mótinu vísir/daníel Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir. Geimurinn Krakkar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir.
Geimurinn Krakkar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira