Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 00:00 Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira