Enski boltinn

Bale á förum og Real Madrid undirbýr því 150 milljóna punda tilboð í Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í stuði eftir æfingarleikinn gegn Tottenham á dögunum.
Pogba í stuði eftir æfingarleikinn gegn Tottenham á dögunum. vísir/getty
Real Madrid undirbýr nú 150 milljóna punda tilboð í leikmann Manchester United, Paul Pogba, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu nú í morgun.

Gareth Bale er á leið burt frá spænsku höfuðborginni og við það losnar um töluvert fjármagn þar sem Bale er á himinháum launum hjá félaginu.







Zinedine Zidane, stjóri Real, er sagður ólmur vilja fá heimsmeistarann Pogba til félagsins en verðmiðann á Pogba eru 150 milljónir punda. United keypti hann frá Juventus árið 2016 á 89 milljónir punda.

Pogba yrði því fimmti leikmaðurinn sem myndi ganga í raðir Real Madrid í sumar en nú þegar hafa Eden Hazard, Luka Jovic, Eder Militao og Rodrygo gengið í raðir þeirra spænsku.

Uppfært 12.38:BBC greinir frá því að Bale sé ekki á förum frá Real eftir allt saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×