Stjórnvöld sýna bágstöddum lítilsvirðingu segir formaður Fjölskylduhjálpar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:30 Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands fær um einn tíunda af því fjárframlagi sem hún þyrfti að fá frá hinu opinbera í ár, að sögn formanns hennar. Framlögin hafi ekki hækkað í sextán ár. Hún segir stjórnvöld sýna málaflokknum fullkomna lítilsvirðingu.Áslaug Guðný Jónsdóttir forsvarskona Facebooksíðunnar Matarhjálp Neyðaraðstoð gagnrýndi stjórnvöld í gær fyrir að veita ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda. Um helmingi fleiri hafi leitað til síðunnar í sumar en síðustu ár vegna þess að Fjölskylduhjálpin hafi lokað í júlí og ágúst í fyrsta skipti í sextán ár. Þá sé Mæðrastyrksnefnd lokuð að venju í júlí. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segir samtökin fá eina milljón í ár frá ríki og það sama frá borginni sem nægi ekki fyrir sumaropnun í ár. „Framlögin hafa aldrei hækkað frá ríki eða borg og það hefur verið þrautarganga á hverju ári að sækja um þau og margar svefnlausar nætur skal ég segja þér,“ segir Ásgerður. Flest framlögin komi frá fyrirtækjum og einkaaðilum. „Fjölskylduhjálpin veltir um 40 milljónum á ári og mest af því fé koma frá fyrirtækjum og einstaklingum en við getum ekki treyst á það,“ segir hún. Ásgerður segir vanta nokkrar milljónir frá hinu opinbera til að geta opnað í ágúst en í heild vanti mun meira. „Við þyrftum líklega um 20 milljónir á ári og þá þurftum við líka sjálfsaflafé eins og við öflum með rekstri verslana Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli og Breiðholti,“ segir Ásgerður. Hún segir greinilegt að stjórnmálamenn hafi ekki sett sig í spor hinna verst stöddu. „Þetta er fullkomin lítilsvirðing við starf okkar og þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Ásgerður að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira