Fótbolti

Bale dregur sig út úr leikmannahópi Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale er enn hjá Real Madrid þrátt fyrir að knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane vilji losna við hann.
Bale er enn hjá Real Madrid þrátt fyrir að knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane vilji losna við hann. vísir/getty
Gareth Bale hefur dregið sig út úr leikmannahópi Real Madrid sem tekur þátt á Audi Cup, æfingamóti í München, í vikunni.

Andlegt ástand Walesverjans ku ekki vera nógu gott eftir að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, stöðvaði félagaskipti hans til Jiangsu Suning í Kína.

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, vill ólmur losna við Bale. Mikil meiðsli herja hins vegar á leikmannahóp Real Madrid og því var Pérez ekki tilbúinn að sleppa Bale.

Walesverjinn á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann hefur leikið með liðinu síðan 2013.

Á ýmsu hefur gengið hjá Real Madrid í sumar. Félagið hefur keypt nokkra leikmenn fyrir háar fjárhæðir en úrslitin í æfingaleikjum hafa verið slæm.

Real Madrid mætir gamla liðinu hans Bales, Tottenham, á Allianz Arena á morgun.


Tengdar fréttir

Zinedine Zidane hefur áhyggjur

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli.

Klopp segir að hvorki Bale né Couthinho séu að koma til Liverpool

Framtíð þeirra Gareth Bale og Philippe Coutinho á Spáni er í uppnámi og hafa þeir verið báðir orðaðir við ensk félög síðustu vikur og daga. Knattspyrnustjóri Liverpool lokar samt á þann möguleika að þeir endi sem leikmenn Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×